Sunday, February 14, 2010

IN A MOMENT LIKE THIIIIIIS!!



Það er alveg magnað hvað maður er alltaf að gera eitthvað, en svo þegar maður ætlar að skrifa það hérna niður er það gjörsamlega dottið úr manni. ég allavega er hálf tómur.
eins og staðan er allavega núna er ég nett þunnur og er búinn að vera háma í mig allt og ekkert í allan dag. elda biksemad, borða snakk, endalaust magn af brauði, kók, snickers og ég gæti haldið endalaust áfram. Það er gjörsamlega magnað hvernig maður hagar sér í þynnku. ég á það til að taka til, eða sérstaklega þrífa, sem er mjög kjánalegt þar sem það þarf ansi mikið til að ég nenni að þrífa.

Copenhagen fashion week var í gangi alla síðustu viku og mér fannst ótrúlega magnað hvernig þessi vika fór fram. sérstaklega ef maður miðar við scam iceland fashion week. það er hreinlega sorglegt að hugsa tilbaka hversu slæmt allt það var. hérna í kaupmannahöfn voru riiiisastórir skjáir í miðbænum, allar flottustu búðirnar með killer partý og mega næs. ég og anders fengum invitation og allt það helsta en náðum ekki að fara á allt. fór auðvitað á meistara vibskov og minimarket og vision lokapartý-ið. fengum líka boð á wood wood en ég hreinlega nennti ekki að standa í öllu þessu stressi.
Í gær fórum við á Vision partý-ið, byrjuðum hjá Helene sem er kærasta bróðir Anders, mega næs, reyndi að þrjóskast aðeins í dönskunni og þetta er allt að koma, kemur hraðar og hraðar með hverjum deginum það er alveg á hreinu. ýkt næs fólk þarna, endalaust hlegið og vittleysa. mér finnst ótrúlega fyndið að sjá hvernig stóra partý-ið fór fram, allir sátu bara, alveg frá byrjun og til enda, wannabe módelin & módelin löbbuðu hreinlega fram og tilbaka að heilla e-ð stórt fólk þarna eða whaevs og fashionistas sátu bara með drykk og krosslagðar fætur og hökuna uppí loftið. aldrei mundi ég nenna þessu, þegar við komum, náðum við okkur í drykk og stigum trylltan dans. mér fannst þetta pínu hlægilegt.
þrátt fyrir töluvert magn af fólki, þá var þetta ekkert það skemmtilegasta í heimi svo dooowntown copenhagen og hittum dagný sys og fórum á alvöru staði þar sem actually var dansað, dönsuðu, svo nice nice ass BUUURRRGERRR KING og heim. gærkvöldið og vikan var mega næs.

ég fór í job interview á í gærmorgun hjá Urban Outfitters á strikinu sem gekk rosa vel og allt það, ekki það að ég er e-ð ultra mega sturlað spenntur fyrir að vinna í fatabúð þá langar mig bara í danskan pening! - hef aldrei verið gráðugur í peninga en danska peninga er ég augljóslega gráðugur í. með dönskum peningum eru verðin hérna skítur á priki, það er actually gaman að versla hérna, ef við ræðum föt þá er ekki hægt að fara að "versla" í reykjavík, ekki nema þú ert með ansi marga tugþúsundkalla í veskinu. hérna er þetta mega ass næs, ég er búinn að kaupa mér flíkur hérna í tugatali með íslenskum peningum og er búið að vera ansi ódýrt þrátt fyrir financial crisis geðveikina. svo ég tali nú ekki um gildið á einni krónu, don't eeeven get me started. svo jú, ég vill fá hvaða vinnu sem er, og ég vill peninga. haha

dönsk baðherbergi þykir mér alveg merkileg, so far hef ég séð; sturtu í eldhúsinu, sturtu yfir klósettinu, sturtu á miðju gólfinu, sturtu á háaloftinu, og sameinuð sturta og vaskur.

ég ætla elda handa fólkinu hérna.
hej hej í bili! update igen soon, og ég ætla reyna átta mig á því hvernig maður getur dritað inn myndum hérna, en .. gengur e-ð bjánalega hjá mér.

xx



free alcohol, ekki leiðinlegt.


öll módelin með gleraugu sem þau sáu tæplega í gegn & male módelin voru FUUUUGLY!! mjög spes.


næs. sátum í geggjuðum reserved sætum, love it.



*svalgr slurp*














No comments: