Saturday, February 20, 2010

FIRST PHOTOSHOOT IN DENMARK.

ég gerði fyrstu myndatökuna mína í danmörku í dag, það var fyrir covershoot og 3 síðna spread í blaði sem ég man aldrei hvað heitir, Balige, Bolige, Bolage, ég hreinlega man það ekki. Myndaði kjóla frá Lasse Spangenberg sem eru rosalegir. hann átti kjól ársins í fyrra og var tilnefndur 4 sinnum núna í ár. hann hefur einnig klætt allt flottasta fólkið bæði hér í danmörku og utan danmörku svo það er ekkert smá flott. myndirnar fara líka í nýjasta catalogue Lasse og heimasíðuna. mega næææs! make-up og hár var gert af someone sem ég hreinlega veit ekki hvað heitir, ýkt næs gæji og hann málar reglulega krónprinsessuna í danmörku, ekki lítið magnað. allt gekk ekkert smá vel og ég er endalaust ánægður með útkomuna.
Annars fattaði ég í dag að ég er ekki búinn að skoða all saints - sem er by far lang uppáhalds clothing brandið mitt. og ég sá að það voru komnar nýjar myndir og ég EEEELSKA þær!! frekar einfaldar en samt svo klikkaðar. completely insperational og eitthvað sem mig langar ýkt mikið að gera, ýkt moody, einfalt og flott.
- ég veit samt ekki alveg með þennan gamla kall sem var þarna, veit ekki hvort ég kaupi hann.
en there you go, myndirnar frá all saints síðunni! tékkið'etta.






























ég er að velta fyrir mér að byrja blogga á ensku, in case einhver þarna vill lesa. er það nokkuð that silly?

Thursday, February 18, 2010

JUST ANOTHER DAY & ASH.

ég er farinn að elska danska menningu, ég get ekki beðið eftir að koma mér á strik sem ég er ekki búinn að gera. drullaði mér samt snemma á fætur í morgun, tók lest á nörreport og hitti siggu gydu á kobmagergade og ég var tilbúinn með eldheitar CV's í sætu dead töskunni minni. sótti um hátt og lágt, lét vita af mér og reyndi að sjá til þess að þau mundu ekki gleyma mér - eða þau sem ég vildi sérstaklega vinna hjá. ég verð að fara fá helvítis vinnu, ég veit að ég mun láta mig hafa ýmislegt um leið og ég fæ einhverja. er með augum sérstaklega á All Saints í Illum á strikinu, ég þekki all saints, það væri mér auðvelt að vinna þar. worked there before and i'd do it again!
dagurinn í dag var rosalega þæginlegur, ég endaði einn á Fisketorvet að skoða mig um, veit ekki afhverju, endaði í Fotex og var svo brjálað svangur að ég eyddi peningum eins og enginn væri morgundagurinn í gúrmey mat, - note: ekki versla í matinn svangur - tók lestina heim, og endaði læstur úti fyrir utan heima. tók langt gott labb um kaupmannahöfn og endaði heima að baka pizzu í leiðindum mínum haha.

hvað er annars að frétta, hvað er ég að hugsa og allt það .. fleh, ekki mikið þannig séð. allt gengur fáranlega smoothly og þæginlega svona til tilbreytingar.

VINNA, KOM SÅ!

Ash Stymest er dude sem ég sé .allsstaðar. í flestum tímaritum sem ég á eða skoða, there he is. 18 ára, hávaxinn, skinny, tattoo coveraður, ear stretchaður. complete insperation.



ash og josh beech, skinny, tattoos. eru utum allt.







i-D magazine



poloroid.


dazed & confused. editorial & cover




backstage



skinnny! þarf greinilega ekki að vera alveg ultra tonaður.



tokyo vogue.


runway



killlerrrr.
















Sunday, February 14, 2010

IN A MOMENT LIKE THIIIIIIS!!



Það er alveg magnað hvað maður er alltaf að gera eitthvað, en svo þegar maður ætlar að skrifa það hérna niður er það gjörsamlega dottið úr manni. ég allavega er hálf tómur.
eins og staðan er allavega núna er ég nett þunnur og er búinn að vera háma í mig allt og ekkert í allan dag. elda biksemad, borða snakk, endalaust magn af brauði, kók, snickers og ég gæti haldið endalaust áfram. Það er gjörsamlega magnað hvernig maður hagar sér í þynnku. ég á það til að taka til, eða sérstaklega þrífa, sem er mjög kjánalegt þar sem það þarf ansi mikið til að ég nenni að þrífa.

Copenhagen fashion week var í gangi alla síðustu viku og mér fannst ótrúlega magnað hvernig þessi vika fór fram. sérstaklega ef maður miðar við scam iceland fashion week. það er hreinlega sorglegt að hugsa tilbaka hversu slæmt allt það var. hérna í kaupmannahöfn voru riiiisastórir skjáir í miðbænum, allar flottustu búðirnar með killer partý og mega næs. ég og anders fengum invitation og allt það helsta en náðum ekki að fara á allt. fór auðvitað á meistara vibskov og minimarket og vision lokapartý-ið. fengum líka boð á wood wood en ég hreinlega nennti ekki að standa í öllu þessu stressi.
Í gær fórum við á Vision partý-ið, byrjuðum hjá Helene sem er kærasta bróðir Anders, mega næs, reyndi að þrjóskast aðeins í dönskunni og þetta er allt að koma, kemur hraðar og hraðar með hverjum deginum það er alveg á hreinu. ýkt næs fólk þarna, endalaust hlegið og vittleysa. mér finnst ótrúlega fyndið að sjá hvernig stóra partý-ið fór fram, allir sátu bara, alveg frá byrjun og til enda, wannabe módelin & módelin löbbuðu hreinlega fram og tilbaka að heilla e-ð stórt fólk þarna eða whaevs og fashionistas sátu bara með drykk og krosslagðar fætur og hökuna uppí loftið. aldrei mundi ég nenna þessu, þegar við komum, náðum við okkur í drykk og stigum trylltan dans. mér fannst þetta pínu hlægilegt.
þrátt fyrir töluvert magn af fólki, þá var þetta ekkert það skemmtilegasta í heimi svo dooowntown copenhagen og hittum dagný sys og fórum á alvöru staði þar sem actually var dansað, dönsuðu, svo nice nice ass BUUURRRGERRR KING og heim. gærkvöldið og vikan var mega næs.

ég fór í job interview á í gærmorgun hjá Urban Outfitters á strikinu sem gekk rosa vel og allt það, ekki það að ég er e-ð ultra mega sturlað spenntur fyrir að vinna í fatabúð þá langar mig bara í danskan pening! - hef aldrei verið gráðugur í peninga en danska peninga er ég augljóslega gráðugur í. með dönskum peningum eru verðin hérna skítur á priki, það er actually gaman að versla hérna, ef við ræðum föt þá er ekki hægt að fara að "versla" í reykjavík, ekki nema þú ert með ansi marga tugþúsundkalla í veskinu. hérna er þetta mega ass næs, ég er búinn að kaupa mér flíkur hérna í tugatali með íslenskum peningum og er búið að vera ansi ódýrt þrátt fyrir financial crisis geðveikina. svo ég tali nú ekki um gildið á einni krónu, don't eeeven get me started. svo jú, ég vill fá hvaða vinnu sem er, og ég vill peninga. haha

dönsk baðherbergi þykir mér alveg merkileg, so far hef ég séð; sturtu í eldhúsinu, sturtu yfir klósettinu, sturtu á miðju gólfinu, sturtu á háaloftinu, og sameinuð sturta og vaskur.

ég ætla elda handa fólkinu hérna.
hej hej í bili! update igen soon, og ég ætla reyna átta mig á því hvernig maður getur dritað inn myndum hérna, en .. gengur e-ð bjánalega hjá mér.

xx



free alcohol, ekki leiðinlegt.


öll módelin með gleraugu sem þau sáu tæplega í gegn & male módelin voru FUUUUGLY!! mjög spes.


næs. sátum í geggjuðum reserved sætum, love it.



*svalgr slurp*














Sunday, February 7, 2010

danaveldisfærsla!


Mér datt í hug að reyna vera meira actívur að segja frá lífinu á tilverunni. Ég meira segja á það til að vera að hugsa að ég ætla deila þessu á spottinu. en það fer þó fljótlega augljóslega.
ANYWAYS, hér er ég í elsku yndislegu íbúðinni á vesterbrogade í kaupmannahöfn danmörku og er búinn að eyða deginum í hámarksleti eftir rosa gott djamm í kaupmannahöfninni. ég, dagný sys og heiðdís héldum niðrí bæ eftir að hafa verið aðeins hérna að drekka með davíð og agli líka. rosa næs. fórum beint á Bladsen sem er semsagt íslensku barinn og dönsuðum eins og enginn væri morgundagurinn við deep purple, guns'n'roses, ac/dc og ymislegt annað sem var sjuklega gaman. sá fallegasta lesbíska par sem ég hef séð, kynntist gothurum á leiðinni að hitta sarau á cc, allt mjög næs.
Annars er allt rosalega næs, sjaldan verið eins hamingjusamur, ég sakna svo sannarlega ekki fyrra state of mind og var orðinn dauðþreyttur á þeim pakka. nú þykir mér hreinlega skemmtilegt að geta tekið nett biturskast, því það er allavega ekki daglegt brauð þessa dagana - alls ekki.
ég er vonandi kominn með vinnu, en ég og dagný fórum í SATS um daginn sem er líkamsræktarstöð hérna rétt hjá og sóttum saman um vinnur þar sem 3 stöður voru í boði og ég sótti um tvær og það gekk fáranlega vel! ekkert smá góð byrjun allavega, sama dag hitti ég fólkið hjá 2pm model management sem gekk lika rosalega vel. komst ekki inn í fashion week þar sem það var buið að boka allt alveg fyrir mánuði en ég má buast við að heyra frá þeim eftir tiskuvikuna, sjaum til hvað gerist. krossa auðvitað fingrum, leyfi mér samt að buast við því versta, sérstaklega þar sem þessi mál so far hafa hreinlega einkennst af vonbrigðum og fölskum vonum.
Copenhagen fashion week eða fashion festival er núna á næstu dögum sem verður mega spennó! ætla vera duglegur að taka myndir og stuff.
en þetta er nóg í bili
ég verð duglegur, ef ég er með e-rja readers! ætla reyna work my magic og finna hvernig maður getur sett svona mikið af myndum hérna því ég er búinn að vera algjör klaufi hvað það varðar.

ROKK ON BÆÆ.