Fimmtudagurinn 16 júlí.
Langt síðan ég hef postað e-rju hérna, það gleður mig þegar fólk hvetur mig til að skrifa. Sérstaklega að fólk hefur gaman af þessu, mjög gaman mjög gaman. Annars er lítið um að skrifa, ég er dottinn í gír sem ég hreinlega forðast – 9 to 5 enganveginn gefandi vinna. 9 -5 er kannski minna orð, við vinnum oft 10 – 14 tíma vaktir, ég er enganvegin þessi týpa, ég í rauninni get það ekki, er þó búinn að endast í ansi langan tíma, lengri en mér hefði nokkurntíman dottið í hug. Hreinlega í lok hvers vinnudags þykir mér þetta vera day wasted, jújú ég vann mér inn peninga, en mér þykir peningar hundleiðinlegt fyrirbæri þrátt fyrir að þeir svo sannarlega gera manni auðveldara fyrir. Ég elska að vinna mér inn peninga fyrir e-ð sem ég hef gaman af, eða e-ð sem ég nýt að gera. En hérna er ég að þjóna grumpy dönum. En það er enginn annar sem kemur til með að breyta því nema ég, og ætla mér að gera. Taka nýja og spennandi stefnu, það sem er í gangi er núna indland að sinna ljósmyndaverkefnum og verð þar með Disu sem er jú ein yndislegasta manneskja sem ég þekki. Mega spennó, einnig sat kona á kaffihúsinu í gær og hún vann sem headhunter fyrir TV3 hér í danmörku, og þar talaði hún við mig um að það gæti verið nóg að spennandi verkefnum og easy peningur, sem er eiginlega bara spennó. Inní því eru þættir, statisti, aukahlutverk, auglýsingar og eitthvað svoleiðis, hún hafði allavega góða trú að ég gæti unnið mér inn e-rn pening þarna, og ég auðvitað sló til og kýldi á þetta. Nú er í rauninni bara að bíða og vona, geri mér hreint ekki miklar vonir. Þarna kom smá what life is about; experiences experiences!
Annars tók ég villt svala skyndiákvörðun þar sem sú staðreynd að ég færi ekki á lunga var rólega að éta mig upp. Þar var einnig ekkert annað í myndinni að hætta þessu væli og freeeggen do it, sem ég gerði. Hér sit ég á gólfinu á flugvellinum í kaupmannahöfn með handfarangurinn á vinstri hönd og myndavélina á þeirri hægri, mega spenntur að koma á óvart! Margir voru ekki sáttur með LungA leysið mitt – sérstaklega ekki ég. Annars hlakka ég ótrúlega mikið til, ekkert smá mikið af yndislegu og flottu fólki þarna. Spurning hvort að maður kýli á þjóðhátíðina í leiðinni, mega næs.
Danmörk hefur verið fáranlega heit, hér er búið að vera svo ógeðslega mikill hiti að ég er í rauninni kominn með ógeð, kannski því ég vinn mikið úti, en hitinn er orðinn óþolandi. Anders var þó ekkert smá clever og keypti svona vindvél, svo við getum sofið eðlilega því það var náttúrulega baaara orðið þreytandi. Vaknaði eina nóttina um fjögur leytið og bókstaflega að kafna, hljóp niður í ískalda sturtu, vaknaði svo í nákvæmlega sama fari, þetta hefur ekki verið svona í rosalega langan tíma hérna í kaupmannahöfn af því sem ég heyrt. En að vera endalaust að vinna í þessu veðri er í rauninni bara niðurdrepandi EN að vera í fríi í svona veðri er náttúrulega bara geggjað. Íslandsbryggja er by far lang uppáhaldsstaðurinn minn hérna í kaupmannahöfn, þar er endalaust mikið af kúl fólki að sleikja sólina, stinga sér í sjóinn inná milli og kasta sér af 5 metra háum palli, endalaust svalandi, geggjaður beyglustaður og sushi staður þarna. Mæli með allir sem fara til danmerkur í svona hita ættu að fara þangað, alveg geggjað. Kolla kom einmitt um daginn og við vorum mest þarna, einum einum of næs. Hjálpaði manni heilan helling af fá hana í heimsókn. Nú snýst þetta algjörlega við og ég kem! Vá hvað ég er spenntur að komast heim, í smá kulda, í faðm vina og fjölskyldu.
Annars enda ég þessa leiðinlegu færslu á þeirri staðreynd að það er verið að boarda í vélina – svo nú er það bara að koma öllum á óvart!! J Ultra næs.
Vona að allir sem eru cool enough til að lesa þetta séu mega næs, haha.
Ást og friður!
No comments:
Post a Comment