Ég ætla gefa sjálfum mér leyfi að koma með smá tuð sem inniheldur common sense og leiðinlegar og þreytandi staðreyndir. Ég semsagt er starfsmaður á veitingarstaðnum Solon þar sem ég sé um að þjóna fólki, og byrjaði að vinna fljótlega eftir að ég kom heim frá Danmörku, þar sem ég hafði líka verið að vinna á bistro-i og ég varð fyrir stóru sjokki eftir að ég byrjaði svo eftirá á Solon. Oft þótti mér danir dónalegir og fóru þeir oft algjörlega yfir strikið en ég sá það þó að þetta var ekki neitt miðað við íslendinga. Hrokafullsta, dónalegasta og leiðinlegasta þjóð sem ég veit um. Þetta kenndi mér auðvitað líka margt, ég hef eflaust sest á veitingarstað og ekki þakkað fyrir þjónustu sem mér er veitt. En ekki lengur, en ofaná það kemur að þjónustulund Íslendinga (þá sérstaklega fólk á mínum aldri) er ansi lítil. En núna sest ég aldrei inná kaffihús, veitingarstað eða neitt svoleiðis án þess að þakka kærlega fyrir þjónustuna sem mér er veitt, og hef gert það í langan tíma núna.
Staðreyndin er jú sú, að kurteisi að bros kostar ekki neitt, það getur ekki verið svo erfitt, það getur ekki verið erfitt að segja “takk fyrir” þegar maður servar fólki mat, eða drykki eða whatever. Ég finn það sjálfur að ef ég brosi (sem ég normally geri ekki mikið af) til fólks og er kurteis og hress þá líður mér einfaldlega betur og eflaust hinum líka. Ég geri mitt besta, en það er ekkert hægt að brjóta upp snobbið og egó-ið í sumum. Hver nennir að eyða lífinu sínu í snobb? Eins og enginn eða ekkert sé nógu gott fyrir þau? Eins flott og þetta snobb lið telur sig vera, þá eiga þau heiðurinn að tilheyra leiðinlegasta hóp af homo sapiens.
Að afgreiða ameríkana er langskemmtilegast, ég hef aldrei lent í dónalegum ameríkönum og þeir koma margir inn að borða, en íslendingar eru í svona 70% tilfella dónalegir og bara leiðinlegir.
“*snap snap* halló!” – ekki í forgangi, kem síðast til einstaklings sem snappar.
“ég ætla að fáááá .. “ – ef þú .ætlar. að fá, náðu þá í það sjálf/ur. Það er mega dónaskapur
ANYWAYS, bottom line-ið er að kurteisi kostar ekki, og whoever you are, og sem ert að lesa þetta, vertu kurteis við þjónustufólk! Þá græða allir.
Annars er ég á Seyðisfirði, og oooohhhh, það er svo best í heimi. Hér er best að vera.
















































