Tuesday, September 1, 2009

something always brings me back to you.


Jæja, hausinn á mér er tómur en ætla mér samt að skrifa e-ð.
ég er að elska núverandi status, er með yndislega vini í kringum mig, allt er e-rnveginn geðveikt rétt. ég er allavega búinn að vera geðveikt glaður síðustu daga, en á sama tíma nóg að hugsa um. er kominn í stíft átak í skipulagningu, ég er alltaf að beila, og gera annað þegar ég ætlaði að gera þetta. ef ég ætla að rokka framtíðina þarf ég að vera skipulagður. yesindeed.
vá hvað ég sakna seyðisfjarðar, ég veit ekki hversu oft ég hef skrifað um hann. eins ánægður og ég er í sambandi við núverandi velgengni væri ég ekkert á móti því að stökkva aftur í tímann í einfaldleikann. Að fullorðnast hræðir mig, ég er ekki tilbúinn í þessa alvöru. Ég mun leggjast niður og skæla 3 júní 2011.
Það hvarlaði samt að mér um daginn hvað, sambönd, dating, single life, marrige, allt þetta, hvað þetta er mikill orkuþjófur. Hvað afleiðingar allt þetta getur haft þau áhrif að maður leggist á koddann og skælir. Þá vitna ég aftur í einfaldleikan, þegar svona hlutir voru ekkert inní myndinni. Það nægði manni að finnast fólk í kringum sig bara fallegt og hlusta á væl eldri vinkvenna. Það er alltaf e-ð vesen, ef það er ekki vesen þá á maður von á því sooner or later.

leiðinleg færsla, langar í mömmuknús og nýtt blek.





1 comment:

Elsa Harðar said...

ohh Helgi! það er bannað að blogga um Seyðis! nú sakna ég hans :/