Ótrúlega elska ég lestir mikið, ég finn enga smá ró þegar ég er í þeim, enda kýs ég alltaf lengri leiðina í vinnuna með lest heldur en strætó. Þetta er ekkert líkt bíl, flugvél eða neitt svoleiðis, í lestum fer ég í alveg þvílíkan ham. var allavega með myndavélina í klofinu, símann ofan í tösku, mountain dew mér á hægri hönd og heyrnatól grædd við eyrun á mér með góðri tónlist. allt í kringum mig var útum allt og var búinn að planta mér þarna, eins og lítið herbergi þar sem ég lá bara í tölvunni og allt í kringum mig. Þetta er yndislegur ferðamáti.
annars var ég í Århus yfir helgina hjá Björt, og kynntist þar einnig gommu af yndislegu fólki, og í yndislegri borg.
Þetta byrjaði allt á föstudeginum þegar ég arrævaði um kvöldið, búinn með tvo bjóra og bullandi nærður eftir skrýtnar lúmskt erfiðar samræður við heiðdísi en sem ég svo vann úr í tímanum mínum í lestinni og ég kom endalaust spenntur og glaður út. Þar var mega næs fólk hjá björt sem drógu mig með sér í meega næs bar þarna rétt hjá sem ég man reyndar aldrei hvað heitir, barinn minnti mig á Christaniu í kaupmannahöfn, á veggunum voru bara þessi flottu grænu fiskabúr með fiskum og inná staðnum voru svona heavy næs rokkarar og stelpur með flippuð hár og litríkum fötum, það var killer stemming þarna, barþjónarnir voru geðveikt slow og svo ein lítil og saklaust stelpa sem sá um að þrífa borðin, ég átti samræður við hinn og þennan með bjóra í hendinni sem kostuðu ekki kúúk. fór þangað með samnemendum bjartar í KAOSPILOT og það var eins og ég hefði þekkt þær allar endalaust lengi, geggjað kvöld þrátt fyrir að ég borgaði 120 kr danskar fyrir að komast aftur í íbúðina sem var basically VIÐ HLIÐINÁ, ég bara kannaðist ekki nógu vel við mig til að labba, sem ég endaði reyndar að gera þar sem mælirinn minn sprakk alveg þegar mælirinn bílstjórans fór uppí 115 kr, helvítis fíflið. - ennþá smá bitur
Við gerðum myndatöku, rústuðum allri íbúðinni, fengum lánuð fín föt frá Andersen & Lauth sem voru ekki eins mikið notuð og as we had hoped. íbúðin var ekki lítið skemmtileg og sæt og inni var svona ýkt næs port beint fyrir utan downtown og svo hinum megin view yfir höfnina og langa götu með skrýtnum járnbrautateinum og fallegum húsum. Tókum myndir í nokkuð mörgum settum, byrjaði brösulega en endaði snilldarlega.
Borðuðum þurrar kjúklingasamlokur á gangstéttinni við fallegu ánna í miðbænum og borðuðum ís, og borðuðum svo STEGT FLÆSK á veitingarstað beint fyrir neðan havnegade þar sem björt býr, eða ég og Anne fórum bara tvö, björt var heima með grænmetisbakka :) - og við borðuðum bókstaflega á okkur gat! fyrir þá sem ekki vita þá er stegt flæsk eins og purusteik nema bara í bitum, og þetta var .all you can eat. svo er alveg gúúúrmey sósa og kartöflur með, þetta er geðveikur matur, omm nomm. soundar kannski ekkert ógeðslega vel, en djjöfull er þetta gott! tókum okkur tvær pásur við átið en sprungum alveg eftir pásu nr. 2. rosa næs
um kvöldið braust út djammm þar sem caroline kom og joinaði okkur, söngleikjalög, gömul lög sem við twisstunum við og fleira skemmtilegt. byrjuðum á sam's bar þar sem ég vissi ekki hvað væri í gangi, endalaust mikið af fólki, sumir 14 ára, sumir eldri að dansa við techno lög, ég og björt gerðum heiðarlega tilraun að dansa og skemmta okkur en það var ekki fyrren við fórum á stað sem heitir train þar sem illa var slett úr klaufunum! ekkert smá gaman þarna, stórt tými með e-rjum huge kúlum uppí loftinu, geðveikt gaman þarna. borguðum 60 kr hver og dönsuðum fyrir allan peningin!
sunnudagurinn var algjör sunnudagur, þarf ekki að segja meir. þú veist, þreyta, mcdonalds, sofna snemma og allt það, gríðarlega huggulegt. fór í langa sturtu með gaaalopinn glugga, ÞAÐ var geggjað!
svo á mánudeginum fórum við að skoða århus og daaajöfull finnst mér þetta flott borg! stóra áin sem rennur í gegnum ze downtown. - hversu margir hoppa útí þá á á sumrin pissfullir um helgar? hmm .. en þarna voru ótrúlega mikið af litlum sætum götum, ýkt kúl fólk, geðveikt kínverskt buffet sem við fórum á, omm nomm dauðans. fórum svo á stað sem heitir Lynfabrikken sem var kreisínæs og vorum bara labbandi um, fórum á bibliotekið og skoðuðum okkur endalaust um, ef einhver feill verður á kaupmannahöfn í gegnum tíðina .. Århus .. IT IS!
Annars er ég kominn aftur í the 9 to 5 rútínuna sem ég reyni að vera SVO jákvæður gagnvart. ég bara get ekki sætt mig við að eyða dögunum mínum í ekki neitt, 8 tíma í vinnu and so on, mér þykir það erfitt.
ég hef sagt hingað og ekki lengra gangvat svo mörgu, ég er kominn með ógeð, fólk má haga sér eins og það vill, fólk má segja hluti um mig og aðra eins og það vill, fólk má ríða hinum og þessum án þess að það sé eitthvað að fara í skinnið mitt, nú ert komið gott, jokes on them og ég einfaldlega er farinn að vorkenna heldur en að láta fara eitthvað í mig, og hversu mikið það gleðir mig að þetta er ekki bara að segja það, svona er ég búinn að meðhöndla hlutina, ekkert sem ég ákvað, bara eitthvað sem kom. svo ég tali nú ekki um karma og the slang "what goes around, comes around" - mun einfaldlega njóta þess að horfa uppá það, hvort svo sem ég framkvæmi það sjálfur eða ekki.
ALLAVEGA ROKK ON
vona að allir séu good stuff
xx












