Friday, August 21, 2009

hommavinur?




"ég fór í bíó með hommunum mínum"

"hann má þetta! hann er hommi"

"Er þetta kærastinn þinn?
- uu nei! hann er hommi"

"kærastinn þinn kom að leita af þér.
- kærastinn minn? haha, hann er hommi"

"vá, ég á svo mikið af hommavinum"

"þú ert uppáhalds homminn minn."

"eru allir hommar svona skemmtilegir?"

"oh, ég dýrka homma!"

Smá, peek á hluti sem gætu ekki farið meira í taugarnar á mér, þetta eru allt setningar sem ég hef fengið framan í mig. ég hef aldrei nennt að búa til mál úr þessu því ég fæ þetta alveg leiðinlega oft en núna er ég aaaalveg að gefast upp. Ég er ekki að spurja um álit eins eða neins, ég er einfaldlega að skrifa mitt. Mér finnst þetta bara svona mikið mindlessness, ég vil aldrei vera álitinn sem bara hommi. Ég er ekki hommavinur þinn, ég er vinur þinn. Mun aldrei vera hommavinur. Hommar eru eins mismunandi og þeir eru margir og geta margir verið leiðinlegri en anskoti og aðrir mjög næs og góðir. Alveg eins og hver annar. Og þegar það er talað um okkur eins og ketti nær náttúrulega engri átt hvað varðar asnaleika. Eins og við séum sérstök tegund, sem eiga að vera í þröngum fötum, alveg 'geggt' flottan fatasmekk og alveg 'geggt' gaman að versla með, og þurfa að hjálpa með e-r lameass boyfriend vandamál, tékka út þennan strák og þennan og jarijarijari. Ég þoli ekki að vera flokkaður undir eitthvað svona, ég verð yfirleitt ógeðslega móðgaður ef talað er um mig sem 'hommavin', þú veist, fuck you.
Ég veit að mörgum finnst hallærislegt að ég skuli vera skrifa um þetta því það er augljóst, en ástæðan fyrir því er útaf setningum sem eru hérna fyrir ofan sem ég hef fengið að heyra oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. ég er orðinn þreyttur að bögga mig á þessu, þetta er svooo þreytandi! Ætla vona að einstaklingar taki þetta til sín því slíkar spurningar eða yfirlýsingar eru allsallsalls ekki vinsælar hjá mér.
en mín bíður vinna til að klára

fuck'yall.
xx


Tuesday, August 18, 2009

crap?


vá, hversu oft er okkur sagt ósatt okkur til geðs? óþolandi spurningar sem ælast uppúr manni, og maður leyfir sér að trúa annarseinstaklings kjaftæði því þá heldur okkur frá vanlíðan og breakdowni. Afhverju erum við að spurja fyrsta lagi? og hversu oft á viku ef ekki dag lendir maður í þessu? oj bara, hálf sorglegt. ég er ekki í góðu skapi.


iceland fashion week er on tha way og ég veit að það er e-r rosaleg deila í fjölmiðlum um þetta en ég er ekki að fara pikka no sides. þetta verður eflaust ógeðslega gaman að taka þátt í ooog meow. All saints tekur allann minn tíma og mér líkar alveg hreint ágætlega við það.

ég ætla fara í ógeðslega langa sturtu, eða bað ..

*sigh*


Thursday, August 13, 2009

tears of a clown.



ég byrjaði í nýrri vinnu í dag sem includes alot of mannleg samskipti. ég elska vinnuna og allt það, það er ekki málið. ég er að bögga mig hvað varðar þessi mannlegu samskipti, ég hef aldrei átt við vandræði með þau, mér finnst ég yfirleitt geta staðið mig vel hvað þau varða. En ef þú ert ekki í skapi til að vera í því skapi sem er ætlast til er það einfaldlega fake it, sem ég er svosem ekkert að væla yfir en eftir vinnudaga þegar maður er kominn heim finnst mér ég bara fara í 'niðurdúr'.
Mér datt í hug að ég gæti líkt því við niðurdúr, eftir djamm eða notkun e-pillu (ég hef aldrei gert það, til að hafa það á hreinu.). Maður neyðist til að nota gleði og gott skap án þess að actually vera í því, og útkoman er ekkert sérlega skemmtileg. Ég vissi ekkert afhverju ég fór í vont skap þegar ég kom heim, vinnan skemmtileg og enjoyable en eftir langtlangt bað datt mér þetta í hug. meh


Weirdly þá sakna ég að vera fucked up, sérstaklega á þessum tímum. langar að missa vitið, vakna kl 8 á morgnana, fara í skólann í háum platform skóm, útúr gataðan líkama, dökkt í kringum augun, koma heim og hanga fyrir framan tölvuna að rækta enskan orðaforða, skrifa og skapa ýktan og ónýtan karakter. veit ekki einu sinni afhverju, meh fleh það er eitthvað missable about it. ég er bara alltaf að verða fullorðnari og fullorðnari (er það orð?) og það er eins og ég sé ekki einu sinni tilbúinn að fyrir það, mér finnst það pressa. en það er það örugglega ekki, og ég gæti alveg verið bulla þetta allt saman. ég er ekkert að ætlast fólk skilji þetta bull í mér. fleh




Síðustu nokkra mánuði ef ég aldrei verið eins staðráðinn í að taka mig til í rassgatinu og fara að haga mér eins og maður og einfaldlega verða betri manneskja. Eftir stóran skammt af mistökum var hingað og ekki lengra. Að bæta mig er svo sannarlega það sem ég er að gera, og jú mér líður vel. Samt it accurred to me að ástæða megnið (þó ekki öll) af mistökum sem ég gerði var einfaldlega að líta upp til not so nice people, sem hálf dáleiddi mann og stakk mann svo illa í bakið, nice og dáleiðandi en eins falskt og það gerist án manns náveru. Ég get spurt mig aftur og aftur, hverskonar vinir eru vinir sem dæma? simple and easy, ekki vinir. Ég er bara feginn að ég áttaði mig á því á meðan sumir eru enn í þeim vítahring. Ég vil vera eins góður vinur og possible.
"Veistu hvað hún/hann gerði/sagði? er hún/hann þroskaheft" - kannast flestir við að fá svona frá vini um vin. hvað er í gangi? ég ætla að vona að ég sé ekki sá eini sem finnst svona gjörsamlega fáranlegt. Afhverju ekki að tala við manneskjuna og fá hennar point of view (þar sem þetta er augljóslega vinur eða vinkona sem ég er að tala um), eða hennar útskýringu, það ætti útskýra ýmislegt. mér er óhætt að segja að ég eigi svona tvo til þrjá einstaklinga sem mér þykir uppfylla slíka standarda að vera alvöru vinir, and man do i cherish them. ég er kominn með uppí kok, ég er ennþá pirraður yfir hversskonar fífl ég lét mig hafa. - en maður lærir af mistökum sínum, eða allavega ég.


vona að sumir gera það, annars þykir mér leiðinlegt að þurfa halda áfram að líta niður á það.




GLEÐIGLEÐI, mig vantar gleðidansoggaman.


ætla fara sofa, vinna á morgun.